.
Drífa er meðlimur í Gallery Grástein
Drífa er meðlimur í Gallery Grástein, Skólavörðustíg 4, Reykjavík. Frábært gallery með flottum listamönnum, yndislegt hús og virkilega skemmtileg staðsetning. Grásteinn leggur metnað í að vera með vandaða muni sem allir eru handunnir. Endilega rekið inn nefið, opið alla daga frá 10 - 22.
Drífa er meðlimur í Gallery Grástein
Drífa er meðlimur í Gallery Grástein, Skólavörðustíg 4, Reykjavík. Frábært gallery með flottum listamönnum, yndislegt hús og virkilega skemmtileg staðsetning. Grásteinn leggur metnað í að vera með vandaða muni sem allir eru handunnir. Endilega rekið inn nefið, opið alla daga frá 10 - 22.
Sölusýningu í Bústoð í Keflavík - lokið
Fimmtudagskvöldið 24. ágúst 2023 opnaði sölusýning Drífu keramik í Bústoð í Keflavík. Sýningin tókst vel og það var virkilega gaman að setja upp sýningu í Bústoð sem er glæsileg húsgagnaverslun með langa og farsæla sögu. Takk fyrir samstarfið kæru eigendur og starfsfólk í Bústoð.
Leir á loftinu júní 2023
Félagar í Leirlistafélagi Íslands héldu sýna aðra sýningu á Hlöðuloftinu Korpúlstöðum þar sem 14 listamenn sýndu keramikverk af ýmsum toga. Á sýningunni var Drífa m.a. með skúlptúra og keramik - keðjur.
Leir á loftinu nóvember 2022
Félagar í Leirlistafélagi Íslands sýna á Hlöðuloftinu Korpúlstöðum keramikverk af ýmsum toga og frá mismunandi tímum í ferli listafólksins. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 - 18, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 17 - 20, síðasti sýningardagur er 27. nóvember. Endilega komið og skoðið flotta sýningu, ég er ein þeirra 19 leirlistamanna sem sýna verk sín. Gaman að geta þess að sýningin fékk góða umfjöllun í Kastljósi RÚV þriðjudaginn 22. nóvember, sjá síðustu 3 mínúturnar.
Opið hús hjá Drífu keramik
Það var opið hús á Ljósanótt, sölusýning á handunnu keramíki, bæði listmunum og nytjamunum sem gera lífið skemmtilegra á hverjum degi. Það var mjög gestkvæmt og góð stemming, kærar þakkir allir sem komu við :) Sjá heimasíðu Ljósanætur.
Þar fyrir utan er alltaf velkomið að kíkja í heimsókn á vinnustofuna, ef ég er ekki við, þá er endilega að hringja í 866 4245.
Bæjarlistamaður Reykjanesbæjar 2022-26
Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum, þann 19. maí s.l. að útnefna Karen J. Sturlaugsson, tónlistarmann, sem næsta bæjarlistamann Reykjanesbæjar 2022 – 2026. Karen var veitt viðurkenningin við hátíðardagskrá 17. júní í skrúðgarðinum í Keflavík. Svo skemmtilega vildi til Karen hlaut einnig riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til tónlistaruppeldis ungmenna.
Eftirfarandi kom fram í máli Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur forseta bæjarstjórnar:
Keramikhönnuðurinn Arnbjörg Drífa Káradóttir bjó til verðlaunagripinn fyrir Listamann Reykjanesbæjar 2022. Verðlaunagripurinn ber nafnið Vöxtur. Gripurinn er unnin úr leir og situr á furustalli. Drífa sækir innblástur sinn í þekkt grunnstef listsköpunar, vöxt, líf, leik og gleði sem og sjóinn á Reykjanesinu í náttúrulegum formum sem hún nefnir lífanga. Litaþemað er jarðlitur leirsins og Reykjanesskagans, blár litur hafsins og Reykjanesbæjar og rauði litur eldvirkninnar á Reykjanesi.
Dætur mínar hafa báðar stundað tónlistarnám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, þar sem við höfum fengið að kynnast þeirri jákvæðni og krafti sem Karen býr yfir. Það var því sannur heiður og skemmtilegt að fá að koma að þessari viðurkenningu. Myndir hér að neðan voru teknar við tilefnið.
Kuðungurinn 2022
BYKO hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu Umhverfis, orku og loftlagsráðuneytisins sem veittur var á Degi umhverfisins mánudaginn 25. apríl 2022. Eftirfarandi kom fram í tilkynningu ráðuneytisins:
Það er keramikhönnuðurinn Arnbjörg Drífa Káradóttir sem bjó til Kuðunginn að þessu sinni. Gripurinn er unnin úr leir og situr á birkistalli úr Hallormsstaðarskógi. Drífa sækir innblástur sinn í sjóinn á Reykjanesinu þar sem hún býr og gætir þeirra áhrifa í náttúrulegum formum sem sem prýða Kuðunginn 2021 og sem hönnuðurinn nefnir lífanga.
Það var bæði heiður og áskorun að fá að koma að þessu skemmtilega verkefni. Myndir hér að neðan voru teknar við tilefnið, sóttar á heimasíðu Byko og á visi.is
Verslaðu hjá Drífu keramik
Einstakir og glaðlegir handunnir munir, fyrir þig sjálfa(n) og til að gefa ættingjum og vinum.
Velkomið að koma við eða hafa samband í síma 866 4245. Sjá að neðan nokkrar muni, hér má sjá fleiri