Skapandi námskeið í leirkerarennslu haust 2023
Skráning á [email protected]
Kvöld-, og helgarnámskeið
Fimmtudagskvöld, framhald frá vori (1) - fullbókað
kl. 17:30 - 20:30
Helgarnámskeið (2)
Ekki liggur fyrir hvort boðið verði upp á helgarnámskeið
(1) Um kvöldnámskeið: Allir fá aðgang að rennibekk. Leir, glerungur og brennsla innifalin. Hefst fim. 8. september
(2) Um helgarnámskeið: Að hámarki 6 þátttakendur, allir fá aðgang að rennibekk. Námskeiðið er frá kl. 10 til 12 og svo aftur 13 til 16 laugardag og sunnudag. Vakin er athygli á því að vinnustofan lokar í hádeginu frá 12 - 13 og þá eru allir hvattir til að brjóta upp, fá sér næringu og/eða hreyfa sig og koma endurnærð til leiks aftur klukkan 13:00 :) Leir innifalinn, greiða þarf 1.500 - 2.500 kr. per hlut (eftir stærð) sem þú velur að glerja og brenna, greitt áður en námskeiði lýkur. Allt efni og verkfæri eru til staðar á vinnustofunni, það er gott að mæta í þægilegum fatnaði og taka með sér þægilega skó, t.d. inniskó eða strigaskó.
Námskeiðin eru haldin á Keramikvinnustofu Drífu, Þórsvöllum 7 í Reykjanesbæ.
Athugið að margir hafa nýtt sér að fá námskeiðsstyrk hjá sínum stéttarfélögum, best er að ganga frá greiðslukvittun og staðfestingu á námskeiðinu sjálfu, sem síðan er hægt að framvísa til stéttarfélaga
Dæmi um umsagnir frá námskeiðum
Birta Björg
Drífa er með einstakt lag á að kenna byrjendum en hún er þolinmóð, róleg og virkilega hjálpsöm. Hún notar myndlíkingar sem hjálpaði mér ofboðslega mikið en ég hafði enga reynslu í neinskonar leirlist áður en ég kom á helgarnámskeið hjá henni. Einnig talar hún ofboðslega fallega um leirinn og eflir núvitund nemenda og því var helgin jafn afslappandi eins og hún var áhugaverð. Gæti ekki mælt meira með þessu námskeiði og er strax farin að hugsa um að bóka það næsta!
Sylvía Þóra Færseth:
Ég ákvað að skella mér á námskeið hjá henni Drífu í byrjun árs 2019, tók vorönnina í heild. Strax frá fyrsta tíma var ég heilluð, Drífa er góður kennari, frábær persóna og alltaf er tekið á móti vel á móti manni. Eftir fyrstu önnina var engin leið fyrir mig að hætta, núna er ég á þriðju önninni og eftir hvern tíma bíð ég spennt eftir þeim næsta sem er vikulega. Uppáhaldskvöld vikunnar hjá mér. Mæli hiklaust með námskeiðunum hjá Drífu og mæli líka með að allir kíki við hjá henni og skoði alla þá fallegu hluti sem hún gerir, þvi hún er ekki bara góður kennari hún er líka mjög fær keramiker.
Sigrún Gyða Matthíasdóttir:
Ég byrjaði á að fara á helgarnámskeið hjá Drífu, eftir það var ekki aftur snúið ég er orðin fastagestur. Það er gaman í tímum, Drífa er alltaf tilbúin að aðstoða og leyfir nemandanum algerlega að njóta sín, allar hugmyndir fá tækifæri til að verða að veruleika.
Gíslína Vilborg Gunnsteinsdóttir:
Ég fór á helgarnámskeið hjá Drífu það var alveg æðislega gaman og ég mæli svo sannarlega með því. Hún er mjög góður kennari og útskýrir allt svo vel fyrir manni . Ég ætla að fara aftur og get ekki beðið eftir því. Svo er líka mjög fallegt það sem hún er að gera
Magnús G. Jónsson:
Það var æðislegt að fá tækifæri til að læra á námskeiði hjá Drífu. Hlýtt og gott umhverfi og skemmtileg kennsla. Drífa gefur sér góðan tíma í að fræða mann um keramík og sýnir allt það sem til þarf til að gera fallega hluti. Maður gengur út með gott sjálfstraust og löngun til að halda áfram að leika með leir. Ég mæli með Drífu Keramik og hlakka sjálfur til að halda áfram hjá henni. Mæli líka með að kíkja á vörurnar hennar. Mikið fallegt sem hægt er að kaupa eða fá hugmyndir frá. Gef Drífu 5 stjörnur af 5.
Marta María Sveinsdóttir:
Fór á helgarnámskeið hjá Drífu og það var frábært í alla staði gaman að vinna með leirinn svona frá grunni og svo er hún Drífa bara svo yndisleg og hefur svo mikla þolinmæði. Mæli sko með þessu námskeiði